ÍbúðarhúsnæðiSK7

SK7 er sérbýli fyrir fimm manna fjölskyldu í Garðabæ. FORMER arkitektar sáu um heildræna hönnun hússins, hönnun húss, innanhúss- og lóðarhönnun í samstarfi við Ólaf Melsted landslagsarkitekt.

VerkefniSK7
Byggingarár2019
Stærð280 m²
TegundÍbúðarhúsnæði

Hugmyndafræðin

Húsið er lokað að götu tll að skapa næði fyrir íbúa en opnar sig í suður og vestur til að fanga sól og útsýni. Húsið er skipulagt í kringum skjólgóðan og sólríkan inngarð. Öll alrými í húsinu umlykja garðinn og stórir gluggafletir allan hringinn gera mörkin óljós a milli inni og útisvæðis.

Um leið og gengið er inn í húsið blasir við sterkur sjónás í gegnum húsið að útbyggðum glugga sem fangar útsýni til bæjarins. 

Hjarta hússins

Eldhúsið er hjarta hússins og opnast beint út að inngarði en er jafnframt í tengingu við minni inngarð þar sem morgunsólar gætir. Arinn brýtur upp alrýmið og stofa þrepast niður til að skapa rými innan rýmis. 

Húsið er fágað og látlaust og vandað í öllu efnisvali með tilliti til endingagóðra efna. 

Allar innréttingar eru sérhannaðar með þarfir eiganda að leiðarljósi af arkitektum.