SkrifstofurKPMG

Hönnun á höfuðstöðvum KPMG á Íslandi er byggð á hugmyndafræði verkefnamiðaðs vinnuumhverfis og líffræðilegrar hönnunar. Áhersla var lögð á góða innivist, hljóðvist og endurnýtingu. Endurbæturnar eru Svansvottaðar.

VerkefniKPMG
Byggingarár2022-2023
Stærð4.000m²
TegundSkrifstofa

Líffræðileg hönnun

Sérstök áhersla á vistvænar lausnir (lífvæna hönnun) og að fegra umhverfið með því að fanga náttúruna og draga hana inn í húsnæðið. Ýmsum aðferðum var beitt til að skapa beinar og óbeinar tengingar við náttúruna.

Um 200 plöntur eru staðsettar á vinnuhæðum þar sem þær auka á vellíðan starfsfólks og bæta loftgæði, minnka streitu og fleira.

"Lögð var sérstök áhersla á vinnustöðvar starfsmanna þar sem þeir verja oft stærstum hluta úr vinnudeginum. Hljóðrænt og sjónrænt næði vinnustöðva var okkur hugleikið og lögðum við því upp með sérhönnuð skilrými og plöntuskilrúm. Þar sem hver starfsmaður horfir á náttúrulegt umhverfi frá sínu skrifborði."

Grænar plöntur umvefja flestar starfsstöðvar og friðarliljur voru valdar sérstaklega þar sem þær eru mjög góðar til að hreinsa loftið sérlega í kringum raftæki. Hún dregur í sig óæskileg efni úr andrúmsloftinu og ber þau niður í ræturnar þar sem hún breytir þeim í næringu.

Svansvottun

Rík áhersla var lögð á góða innivist, hljóðvist, dagsbirtu, flæði og endurnýtingu.

Markmið verkefnisins var að draga úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu og neyslu á vörum. Endurbætur á nýjum höfuðstöðvum B27 er eitt stærsta svansvottaða endurbótaverkefni á Íslandi.

Verkefnamiðað vinnuumhverfi með 180 starfsstöðvum og fjölbreyttum fundarherbergjum, vinnu og símaherbergjum bæði hefðbundin og óhefðbundin í bland, þar á meðal er næðis-núvitundarrými sem er uppfullt af plöntum, hlýlegum jarðtónum og þægilegum sófum.

Gott aðgengi og flæði var einnig í forgang til að minnka hljóðrænt og sjónrænt áreiti og til að auka á vellíðan starfsfólks.