Húsið er staðsett neðan við hrygg í landinu til að skapa næði frá nærliggjandi húsum og vegi. Húsið er svo formað til að útirými njóti sem best sólar og skjóls. Útsýni er rammað inn í átt að Ingólfsfjalli.
Markmiðið er að skapa fágaða og hógværa byggingu sem fellur vel inn í landið. Leitast er við að velja endingargóð og vönduð efni. Húsið verður byggt úr krosslímdum timbureiningum.