ÍþróttamannvirkiDA13

Deiliskipulag, viðbygging, endurbætur og innanhúshönnun.

FORMER arkitektar sáu um deiliskipulagsvinnu, hugmyndavinnu og útlit fyrir viðbyggingu tennishallarinnar árið 2015. Markmiðið var að skapa nýjan aðlaðandi front á húsið með létteika í fyrirrúmi. Gegnumlýst, björt viðbygging sem býður fólk velkomið í klúbbinn. Viðbygging inniheldur 2 nýja tennisvelli, 2 padelvelli ásamt þjónustu og stoðrýmum.

 

Á árunum 2017-2018 í samvinnu við Luigi Bartolozzi arkitekt var unnið að viðbyggingu tennishallarinnar. Seinna meir var svo lokið við innanhúshönnun fyrir höllina þar sem áhersla var lögð á heimilislegt og hlýlegt yfirbragð til að skapa notalegan tennisklúbb og samkomustað iðkenda.

VerkefniDA13
Byggingarár2019
Stærð2.600m²
TegundÍþróttamannvirki