UM OKKUR

FORMER ARKITEKTAR

FORMER arkitektar er íslenskt arkitekta og hönnunarstúdíó sem starfar á sviði byggingarlistar, innanhúss-, landslags- og vöruhönnunar. Áhrif náttúru og umhverfis er miðpunktur í öllum verkum stofunnar, þar fáum við innblástur sem leiða verkin áfram frá fyrstu skissu út í fullmótað mannvirki.

Sambandið milli þess að vinna í höndunum og að nýta sér nýjustu tæknina veitir skapandi ferli í vinnuflæði verkefna. Við þróum verkefni okkar í Building Modeling Information (BIM) hugbúnaði með ítarlegum upplýsingum til að tryggja betra upplýsingaflæði.

Eigendur stofunnar eru Ellert Hreinsson og Rebekka Pétursdóttir, bæði löggiltir mannvirkjahönnuðir með starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun og með víðtæka reynslu á sviði arkitektúrs.

STARFSSVIÐ

Við sinnum fjölbreyttum verkefnum á starfssviði arkitekta:

Mannvirkjahönnun

Einbýlis og sumarhús, fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði, verslunarhúsnæði, íþrótta-, skóla- og menningabyggingar

Innanhúshönnun

Almenn innanhúshönnun fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

Landslagshönnun og skipulag

Deiliskipulag, lóðarhönnun ofl. Rýmið á milli rýmanna

Vöruhönnun

Hönnun og framleiðsla húsgagna

Endurbætur

Endurbætur eldri húsa og nýbygginga

FORMER arkitektar var stofnað í byrjun árs 2022 af arkitektunum Ellert Hreinssyni og Rebekku Pétursdóttur sem sinnir fjölbreyttum verkefnum á starfssviði arkitekta. Ellert og Rebekka eru bæði útskrifuð með MA gráðu í arkitektúr frá SCAD (Savannah College of Art and Design) 2012.